• Soffía Auður Birgisdóttir

Skáld dagsins


Arndís Þórarinsdóttir er skáld dagsins og er nú komin í skáldatalið okkar. Arndís gaf út sína fyrstu ljóðabók, Innræti, nýverið en áður hefur hún öðlast miklar vinsældir sem höfundur barna- og unglingabók, auk þess sem hún hefur birt lunknar smásögur í Tímariti Máls og menningar og víðar.


Skáld.is mun fjalla um ljóðabók Arndísar bráðlega, en hér má fá forsmekkinn af Innræti Arndísar:


TAUMHALD


Ég er alltaf bara einu súkkulaðistykki frá sérverslunum fyrir þéttvaxna

Einu vínglasi frá vasapela sem ég fel ofan í klósettkassanum

Einum veikindadegi

þar sem ég hefði kannski alveg getað drifið mig út

frá því að falla í fang þunglyndisins

iðjuleysisins

og tilgangsleysisins


Ég er einu glaðlegu blikki til vinnufélaga frá því

að eyðileggja allt

sem við eigum saman


Sumir lifa í öfundsverðri sannfæringu

um eigin óskeikulleika


Ég bíð þess

að hömlurnar bresti

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband