• Soffía Auður Birgisdóttir

Sigrún Pálsdóttir verðlaunuð


Þau gleðitíðindi voru að berast að Sigrún Pálsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021 fyrir skáldsögu sína DELLUFERÐIN (2019) og var hún valin úr hópi 41 tilnefndra evrópskra höfunda.


Hér er um að ræða fjörlega frásögn af ævintýrum íslenskrar konu, Sigurlínu Brandsdóttur, á nítjándu öld. Sagan gerist bæði heima á Íslandi og í New York og er atburðarásin vægast sagt fjölbreytileg og tekur oft óvænta stefnu. Stíll Sigrúnar er hraður og skemmtilegur og á köflum minnir Delluferðin einna helst á prakkarasögurnar spænsku sem ætíð hafa karlpersónur í aðalhlutverkum.


Delluferðinni hefur verið lýst sem grátbroslegri sögu um menningar-verðmæti, þær tilviljanir sem ráða varðveislu þeirra og stöðu í sögu hverra þjóðar, og þau mannlegu örlög sem þar búa að baki. Sigurlína Brandsdóttur, tengist kannski því hvernig íslenskur forngripur komst í hendur Metropolitan-safnsins í New York.


Þetta er fjórða bók Sigrúnar Pálsdóttur, sem er menntuð sem sagnfræðingur og setur það svip sinn á bækur hennar.


Á skáld.is er að finna umsagnir um tvær bækur Sigrúnar:


Sigrún og Friðgeir (2013)

og

Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847-1917 (2010).