• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Sigríður sextug


Sigríður Albertsdóttir, bókmenntagagnrýnandi, kennari og fræðikona, er sextug í dag.


Sigríður sat um tíma í ritstjórn skáld.is. Hún á að baki langan feril sem bókmenntagagnrýnandi og hefur skrifað hundruð greina og ritdóma í blöð og tímarit síðustu þrjá áratugi. Hún hefur fjallað um ótal verk skáldkvenna af innsæi og fagmennsku.


Hún skrifaði m.a. tímamótagrein um töfraraunsæi á Íslandi og vandaða grein um fantasíu og karnival í verkum Svövu Jakobsdóttur. Þá hefur hún verið með í smíðum doktorsritgerð um skáldskap Sigurðar Pálssonar sem hún grípur í þegar hún á lausa stund.


Skáld.is óskar Sigríði innilega til hamingju með daginn!
Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband