• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Rithöfundakvöld í beinniÍ kvöld verður bein útsending frá Rithöfundakvöldi í Bókasafni Seltjarnarness. Boðið verður upp á upplestur, umræður, höfundaspjall og spurningum úr ,,sal" en áhorfendum gefst kostur á að taka þátt í umræðuþræði á meðan á útsendingu stendur.


Tvær skáldkonur mæta til leiks en það eru þær Auður Ava Ólafsdóttir með bók sína Dýralíf og Sólveig Pálsdóttir með Klettaborgina.


Auk þeirra verða Dagur Hjartarson með ljóðabókina Fjölskyldulíf á jörðinni og Gunnar Þór Bjarnason með bók sína Spænsku veikina. Sverrir Norland stýrir umræðum.


Útsendingunni verður streymt á viðburðasíðu Bókasafnins sem má nálgast hér og hefst hún kl. 20.
Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband