• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Rithöfundakvöld í beinniÍ kvöld verður bein útsending frá Rithöfundakvöldi í Bókasafni Seltjarnarness. Boðið verður upp á upplestur, umræður, höfundaspjall og spurningum úr ,,sal" en áhorfendum gefst kostur á að taka þátt í umræðuþræði á meðan á útsendingu stendur.


Tvær skáldkonur mæta til leiks en það eru þær Auður Ava Ólafsdóttir með bók sína Dýralíf og Sólveig Pálsdóttir með Klettaborgina.


Auk þeirra verða Dagur Hjartarson með ljóðabókina Fjölskyldulíf á jörðinni og Gunnar Þór Bjarnason með bók sína Spænsku veikina. Sverrir Norland stýrir umræðum.


Útsendingunni verður streymt á viðburðasíðu Bókasafnins sem má nálgast hér og hefst hún kl. 20.