• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Rafrænt ritlistarnámskeiðSunna Dís Másdóttir býður upp á rafrænt ritlistarnámskeið sem ber yfirskriftina Nýtt rafrænt ritlistarnámskeið: Skrifaáskorun í janúar! Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem vilja gjarna skrifa en hafa ekki tíma til að sækja námskeið. Þá er námskeið á borð við þetta afar heppilegt á þessum viðsjárverðu veirutímum.

Námskeiðinu lýsir Sunna Dís svo:


Á hverjum degi í fjórar vikur fá þátttakendur senda nýja kveikju eða verkefni til þess að koma sér af stað í skrifum svo þau verði hluti af daglegri rútínu. Þeir fá einnig aðgang að lokuðum hópi á Facebook þar sem þeir geta deilt eigin skrifum með öðrum þátttakendum í áskoruninni eða skrafað um önnur skrifatengd mál. Einu sinni í viku fá þeir einnig sent stutt og fræðandi myndband um ýmislegt sem viðkemur skrifum. 

Skráning fer fram hér og kostar þátttakan 15.000 krónur.

Nánari upplýsingar veitir Sunna Dís, í síma 699 3936 eða hjá netfanginu sunnadis@gmail.com

Kynning á Sunnu Dís:

Sunna Dís Másdóttir er með M.A. gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi sem rithöfundur, ritlistarleiðbeinandi og gagnrýnandi. Hún hefur áður staðið fyrir ritlistarsmiðjum fyrir bæði börn og fullorðna og kennt ritlistarnámskeið á Borgarbókasafni Reykjavíkur síðastliðin þrjú ár.