• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Pera og gulrót og ananas

Kikka er norðlensk skáldkona sem sló í gegn með Ávaxtakörfunni, mögnuðu leikriti um það að fá að vera í friði og að enginn einn þurfi að ráða. Það má vera pera og það má vera gulrót og Immi ananas á ekki að ráða öllu. Ávaxtakarfan er um sígild hugtök eins og jafnrétti og vináttu, sívinsælt stykki sem m.a.s. hefur verið sýnt í Kína. Kikka hefur skrifað margar barnabækur og von er á nýrri bók frá henni á næstu dögum, og heitir hún Vetrardagur.


Kikka er hér með komin inn í skáldatalið og er þriðja norðlenska skáldkonan sem bætist við á þremur dögum. Hinar eru Birna Guðrún og Guðbjörg Hermannsdóttir. Þar með lýkur þessu þema í bili. Njótið vel.