• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Orlandó skeggrædd


Sunnudaginn 11. október verður skáldsagan Orlandó eftir Virginiu Woolf rædd í Bókmenntaklúbbi Samtakanna '78, frá kl. 15-17. Sagan kom út árið 1928 á frummálinu og árið 2017 í íslenskri þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur.


Líkt og kemur fram í viðburðinum á Facebook þá er bókmenntaklúbburinn gott tækifæri fyrir áhugafólk um bókmenntir til að koma saman til að lesa og ræða um bækur sem snerta á hinsegin tilveru.


Öll eru velkomin og er engin formleg reynsla af bókmenntalestri þörf.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband