• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Orlandó skeggrædd


Sunnudaginn 11. október verður skáldsagan Orlandó eftir Virginiu Woolf rædd í Bókmenntaklúbbi Samtakanna '78, frá kl. 15-17. Sagan kom út árið 1928 á frummálinu og árið 2017 í íslenskri þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur.


Líkt og kemur fram í viðburðinum á Facebook þá er bókmenntaklúbburinn gott tækifæri fyrir áhugafólk um bókmenntir til að koma saman til að lesa og ræða um bækur sem snerta á hinsegin tilveru.


Öll eru velkomin og er engin formleg reynsla af bókmenntalestri þörf.