• Guðrún Steinþórsdóttir

„og svo hleypur stóra, stóra dýrið á eftir litla dýrinu“Skáldkonan Ásta Sigurðardóttir braut blað í íslenskri bókmenntasögu með smásögum sínum. Hún veigraði sér ekki við að skrifa um ýmis málefni sem tengjast reynsluheimi kvenna og voru gjarnan vandlega falin í hennar tíð, til dæmis ofbeldi gegn konum og börnum. Nú í haust verður sett upp ný leiksýning í Þjóðleikhúsinu sem byggir á ævi og skáldskap Ástu auk þess sem von er á greinasafni um líf hennar og list. Það er því kjörið að rifja upp frábæra og magnaða grein eftir Dagnýju Kristjánsdóttur um smásöguna Dýrasögu eftir Ástu.


Grein Dagnýjar nefnist „Myndir“ og má lesa hér.