• gus2605

Nýjar raddir óskast


Ertu skúffuskáld? Áttu ókláráðar smásögur í tölvunni eða handrit af skáldsögu? Nú er tíminn til að skrifa skáldskap því Forlagið efnir í fimmta skipti til samkeppni undir heitinu Nýjar raddir. Óskað er eftir handritum eftir höfunda sem ekki hafa gefið út fleiri en eitt prósaverk áður hjá atvinnuforlagi.


Reglurnar keppninnar eru þessar:

  • Handritið skal vera á íslensku.

  • Handritð á að vera einn samfelldur texti eða safn styttri texta og á lengd við nóvellu eða stutta skáldsögu (um 15.000 til 30.000 orð), ætlað fyrir fullorðna.

  • Handrit skulu send undir nafni höfundar ásamt kynningu á honum og fyrri ritstörfum.

  • Skiladagur handrita er 10. desember 2021.

  • Handrit skal senda á netfangið handrit@forlagid.is og merkja með „Nýjar raddir“.

Úr innsendum handritum verða valin þrjú að hámarki og gefin út undir merkjum Forlagsins næsta vor. Höfundar þeirra fá samning við Forlagið, fyrirframgreiðslu upp á 100.000 kr., ritstjórn og kynningu. Frá vinningshöfum er skýrt opinberlega á útgáfudegi.


Í dómnefnd sitja Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur og ritstjóri, Atli Bollason bókmenntafræðingur og Sigríður Rögnvaldsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu.


Skáld.is hvetur allar skúffuskáldkonur til að taka þátt.