• gus2605

Ný spennusaga

Ragnheiður Gestsdóttir hefur verið vinsæll barna- og unglingabókahöfundur um árabil en árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna lesendur, Úr myrkrinu, sem hlaut góðar viðtökur lesenda. Bókin er spennusaga og fetaði Ragnheiður því í spor skáldkvenna á borð við Yrsu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur sem hafa báðar skrifað glæpasögur fyrir fullorðna og barna- og unglingabækur.


Fyrr í sumar sendi Ragnheiður frá sér aðra spennusögu en hún ber nafnið Farangur.

Í kynningu bókarinnar segir:


Ylfa stendur á brautarpallinum, loksins búin að gera upp hug sinn. Hún verður að komast burt. Undir eins, áður en hann vaknar. Lestin, sem er væntanleg á hverri stundu, mun bera hana fyrsta áfangann á leiðinni heim. Heim í öryggið á Íslandi. Ekkert má koma í veg fyrir að hún komist af stað. Ekki einu sinni þessi óvænti farangur sem hún fær í fangið.