• Soffía Birgisdóttir

Ný skáldsaga eftir Hlín Agnarsdóttur


Hvað merkir að vera kominn á aflifunar-aldur? Svar við þeirri spurningu ku vera að finna í nýrri skáldsögu eftir Hlín Agnarsdóttur, Hilduleik, sem er að detta í bókabúðir þessa dagana.


Í Bókatíðindum er skáldsögunni lýst á eftirfarandi hátt:


Hilda er ljóðelsk kona sem komin er á aflifunaraldur. Hún býr ein í stórri íbúð og ætlar sér að vera drottning í sínu ríki þar til yfir lýkur. En það samræmist ekki markmiði fyrirtækisins Futura Eterna sem sér um skipulagningu ævikvöldsins. Spennandi og launfyndin atburðarás með óvæntum endi kallast á við óvenjulegt pestarástand samtímans með gagnrýnum undirtón.