- Helga Jónsdóttir
Ný rödd í skáldatalið

Anna Hafþórsdóttir, leikkona og rithöfundur, var önnur þeirra sem bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, nú í vor. Verðlaunin hlaut hún fyrir handritið að fyrstu skáldsögu sinni, Að telja upp í milljón (2021), sem í kjölfarið var gefin út af Forlaginu. Verkið, sem hverfist um áföll og flókin fjölskyldutengsl, hefur fengið gríðargóðar viðtökur gagnrýnenda.
Jóna Guðbjörg skrifaði ritdóm um bókina sem birtist fyrr í sumar á Skáld.is og nálgast má hér.
Skáld.is býður þessa nýju og spennandi rödd velkomna í skáldatalið.
Ljósmynd af Önnu er tekin af vef Forlagsins