• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ný rödd


Anna Hafþórsdóttir bar sigur úr býtum, ásamt Einari Lövdahl, í handritasamkeppninni Nýjar raddir, sem er á vegum Forlagsins. Þetta er í fjórða sinn sem keppnin er haldin en hún snýst um að finna nýjar raddir í íslensku bókmenntalífi.


Bók Önnu heitir Að telja upp í milljón og segir svo frá henni í kynningu Forlagsins:


Daginn sem kærastinn yfirgefur Rakel fer tilvera hennar á hvolf. Áfallið er mikið því Rakel, sem ólst upp við erfiðar aðstæður, hefur ekkert samband við fjölskyldu sína og á fáa vini. En þegar hún óttast að vera að missa tökin fær hún óvænta heimsókn.

Að telja upp í milljón er áhrifarík saga um flókin fjölskyldutengsl, áföll og samskiptaleysi en líka um ástina og lífið. Þetta er fyrsta skáldsaga Önnu Hafþórsdóttur sem áður hefur sent frá sér bæði smásögur og ljóð.