• Helga Jónsdóttir

Nú haustar að


Í dag bárust þau sorgartíðindi að Vilborg Dagbjartsdóttir er fallin frá. Vilborg skilur eftir sig stórkostlegan sjóð ljóða og nú, þegar lauf eru byrjuð að gulna og reyniber farin að prýða gangstéttir, er vel við hæfi að rifja upp ljóð skáldkonunnar „Nú haustar að“. Ljóðið er að finna í fyrstu ljóðabók Vilborgar sem ber titilinn Laufið á trjánum og kom út árið 1960.Nú haustar að


Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir að tína reyniber af trjánum áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið, en það eru ekki þeir sem koma með haustið það gera lítil börn með skólatöskur