SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 3. nóvember 2020

Mæðgur gefa út bækur

Mæðgurnar Eyrún Ósk Jónsdóttir og Eygló Jónsdóttir gefa báðar út bækur á þessu ári, sem hlýtur að teljast óvenjulegt. Bók Eyglóar, smásagnasafnið Samhengi hlutanna, kom út í sumar og var fjallað um það hér á Skáld.is

 

Eyrún Ósk sendir frá sér Guðrúnarkviðu sem lýst er sem ljóðsögu um konu sem rankar við sér í kistu í eigin jarðarför. Óvenjulegt söguefni og áhugavert. Í kynningu á bókinni segir jafnframt: "Í huga hennar koma svipleiftur úr liðinni ævi, en kirkjugestir fá líka orðið í þessari frumlegu og áleitnu kviðu."

Eyrún Ósk hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur og má lesa ritdóma um tvær þeirra á Skáld.is - um bókina Mamma, má ég segja þér (2019) og um Í huganum ráðgeri morð (2018).

Þess má geta að þær mæðgur gáfu fyrstu bók sína út saman og ber hún titilinn Gjöf og kom út 1997.

Hér má lesa meira um bækurnar og viðtal við þær mæðgur.