• Ritstjórn

Metsölubókin: Broddar


Metsölubókin: Broddar eftir Jónu Guðbjörgu Torfadóttur var rétt í þessu að koma sjóðheit úr prentsmiðjunni. Bókin geymir ljóð sem hverfast einkum um femínisma. Hér á eftir fer ljóðið Fjallkonan sem gefur sumpart tóninn um það sem á eftir kemur:
Fjallkonan


Konan sú er hyllt

á ári hverju

landið kvengert,

fjallið, mosinn, moldin

fagurlimuð í faldbúningi


Frést hefur af fjallkonunni

með hennaljóst hár

í háhæluðum skóm

og eldrauðar varir sem bærast

líkt og auðsveip lognmolla

í húsasundi

Kæra fjallkona

Nú er tímabært

að losa um stokkabeltið

afklæðast skautbúningnum.

Nú blása um þig vindar!

Nú er tímabært að gjósa!Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband