SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn14. október 2018

Ný bók eftir Steinunni Ásmundsdóttur

Manneskjusaga - Steinunn Ásmundsdóttir

Manneskjusaga, ný skáldsaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur, er væntanleg í bókaverslanir á næstu dögum. Er þetta sjötta bók höfundar. Steinunn er fædd árið 1966 í Reykjavík. Hún starfaði sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins á Austurlandi í hartnær áratug og sem ritstjóri héraðsfréttablaðsins Austurgluggans um skeið.

,,Þetta er fyrst og fremst saga um geysilega þöggun og skilningsleysi, vangetu til að lifa því sem tíðarandinn taldi vera normalt líf og enn frekar um vangetu samfélags þess tíma til að hjálpa skaðaðri manneskju.“ (höf.)

Steinunn býr á Egilsstöðum og dró sig fyrir nokkrum árum í hlé frá fjölmiðlavinnu og gekkst skáldskapnum á hönd að nýju. Steinunn hefur verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá árinu 1992.

Útgefandi er Bókaútgáfan Björt, 2018. Nánari upplýsingar um höfund má finna í Skáldatali

Heimasíða Steinunnar

 

Ása Jóhanns