- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Málþing um Systu

Næskomandi fimmtudag verður haldið málþing um Systu megin, leiksögu Steinunnar Sigurðardóttur, í Veröld, húsi Vigdísar.
Málþingið hefst kl. 17 og er dagskráin eftirfarandi:
Dr. Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur: - „Taktlaus og truntuleg mammfreskja.”
Lára Björnsdóttir, fv. félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar: - Systa, ein af sterku konunum hennar Steinunnar.
Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur: - Systa í samastaðarígildinu.
Steinunn Sigurðardóttir, höfundur Systu: - Er Systa til?
Dagskráin stendur til kl. 18:00 og verður boðið upp á léttar veitingar að henni lokinni.
Viðburðurinn er í boði Vigdísarstofnunar og Forlagsins.
Loks er vert að minna á ritdóm Steinunnar Ingu Óttarsdóttur um Systu, „Að búa við velsæld og kynlíf í standard lofthæð", sem birtist á Skáld.is í fyrra.