• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ljóðasmiðjur fyrir ungmenniSvikaskáld kenna ókeypis ljóðasmiðjur fyrir ungmenni í maí og júní.

Svikaskáld eru þær Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út þrjár ljóðabækur en fyrsta skáldsaga Svikaskálda er væntanleg í haust. Í ljóðasmiðjum Svikaskálda leggjum við áherslu á að hlúa að skáldunum sem þar stíga stundum sín fyrstu skref á ritvellinum og tendra skáldaneistann. Allir geta skrifað ljóð!

Fyrsta Svikasmiðjan fór fram í janúar með ungmennum á aldrinum 19-21 árs, en henni lauk á útgáfu ljóðabæklingsins Silfurþráða.

Hverju námskeiði lýkur á upplestrarfögnuði og útgáfu ljóðabæklings sem þátttakendur fá til eignar í nokkrum eintökum. Þeir kynnast þannig ferlinu að baki útgáfu og standa uppi með tilbúið eintak af útgefnum ljóðum að námskeiði loknu.

Hér má finna nánari upplýsingar um Svikasmiðju fyrir 16-18 ára ungmenni: https://www.facebook.com/events/949889659097263

Hér má finna nánari upplýsingar um Svikasmiðju fyrir 13-15 ára ungmenni: https://www.facebook.com/events/151331630266878/

Skráning í smiðjurnar er hafin en aðeins eru örfá pláss laus í Svikasmiðju fyrir 16-18 ára. Skráning fer fram á svikaskald@gmail.com og nauðsynlegt er að skrá sig þar til að tryggja pláss.

Kennt er í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur. Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Námskeiðinu lýkur á upplestrarfögnuði og útgáfu ljóðabæklings sem þátttakendur fá til eignar.

Smiðjan er haldin í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og styrkt af Barnamenningarsjóði og Reykjavíkurborg.