• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ljóðakrúsir safna draumum


Margrét Lóa Jónsdóttir er löngu orðin kunn fyrir skáldskap sinn en hún hefur sent frá sér á annan tug verka, ljóð, hljómdisk og skáldsögu. Nýjasta verk Margrétar Lóu er ljóðabókin Draumasafnarar en Skáld.is fékk að frumbirta eitt af ljóðunum úr þeirri bók snemma árs.


Margrét Lóa er þó ekki einungis orðhög heldur er hún einnig drátthög og nú hefur hún tekið sig til og skreytt krúsir fagurlega með bæði myndum og ljóðum úr fyrrnefndri bók. Í tímans rás hefur Margrét Lóa fengist nokkuð við myndlist og hannað meðal annars ljóðapúða með teikningum öðrum megin og ljóðum hinum megin.


Þessar fallegu ljóðakrúsir Margrétar Lóu fást í versluninni Hjarta Reykjavíkur sem er staðsett á Laugavegi 12b. Krúsin kostar 3.500 krónur og hægt er að velja um tvær tegundir.