• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Lilja Björnsdóttir og „Ástandið“


Nú hefur Lilja Björnsdóttir frá Þingeyri (1894-1971) bæst við Skáldatalið okkar. Hún sendi frá sér þrjár ljóðabækur um ævina; Augnabliksmyndir kom út árið 1935, Vökudraumar 1948 og Liljublöð árið 1952.


Í Vökudraumum má m.a. finna vísuna „Ástandið“ þar sem háðið drýpur af hverju orði:„Ástandið“

Þegar karlmennirnir voru hinir „hreinu“ dómarar.

Í hrifningu skoðum við herrana þá,

sem hreinlífið stunda nú e i n i r.

Dyggðanna háttindi dansa þeir á

svo djarfir og hvítir og hreinir.


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband