• Helga Jónsdóttir

Leynist barna- eða ungmennabók í skúffunni?


Árið 2018 voru stofnuð Barnabókaverðlaun til heiðurs Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók en hugmyndin að baki þeim eru að stuðla að nýsköpun í barna- og ungmennabókmenntum á Íslandi. Verkin sem hafa hingað til hlotið verðlaunin hafa fengið gríðargóðar viðtökur og notið vinsælda. Árið 2019 vann Kennarann sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur en síðan hefur Bergrún sent frá sér tvær bækur til viðbótar í hinum vinsæla kennara-bókaflokki. Ári síðar varð Blokkina á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur fyrir valinu hjá dómnefnd verðlaunanna en bókin hlaut jafnframt íslensku bókmenntaverðlaunin 2020. Nú síðast runnu verðlaunin til Margrétar Tryggvadóttur fyrir handritið að bókinni Sterk sem kom út fyrr á þessu ári.


Nú styttist í skiladag handrita fyrir verðlaunin í ár en hann er 18. október. Á vefsíðu verðlaunanna má nálgast upplýsingar um hvernig skuli bera sig að til að taka þátt:

Senda skal inn til Reykjavíkurborgar óbirt handrit að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila í þríriti merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 18. október 2021.

Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunafé og var upphæð þess 1 milljón króna árið 2021.


Skáld.is hvetur skrifandi konur til að taka þátt og þau skúffuskáld sem luma á barna- eða ungmennabók að opna skúffuna og senda inn handrit.