• Helga Jónsdóttir

Leið nr. óttaslá


Ljóð vikunnar er eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og birtist í bókinni Eilífðarnón (2019). Einn hluti verksins ber heitið „Sporbraut“ en þar eru taldar upp nokkrar óvenjulegar leiðir, m.a. „leið nr. óttaslá.“Leið nr. óttaslá

glansandi myrkur


táldreg

djöfla


flæ

gæsahúð


vef úr efa efni


þræði hvísl í gegnum illa nálaraugað


*


sauma skikkju

úr ótta


hún glansan líkt og bjölluvængir

í sólinni


glansar

grænu gulli