• Guðrún Steinþórsdóttir

Lóa Hlín bætist við skáldatalið


Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir stórskemmtilegar myndasögur en í áraraðir hefur hún birt myndir á samfélagsmiðlum undir nafninu Lóaboratoríum. Fyrir árið 2020 setti hún sér það markmið að teikna eina mynd á dag en afrakstur þeirrar vinnu má finna í bókinni Dæs sem kom út síðastliðið vor. Lóa Hlín hefur sent frá sér fleiri myndasögubækur og einnig birt smásögur, myndasögur og greinar í tímaritum og safnritum.


Í fyrra sendi Lóa Hlín frá sér sína fyrstu skáldsögu, barnabókina Grísafjörð, sem hún myndskreytti einnig. Bókin hlaut afar góðar viðtökur en hún fékk verðlaun bóksala og var auk þess tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og ungmennabókaverðlauna Norðurlandaráðs.


Lóa Hlín er nýjasta viðbótin í Skáldatalinu og bjóðum við hana velkomna í hópinn.