• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Kvennafans í Kiljunni


Hún var áhugaverð Kiljan á miðvikudaginn var, 20. október, en þar komu nær eingöngu konur við sögu.


Gagnrýnendur fjölluðu um bókina Minn hlátur er sorg eftir Friðriku Benónýsdóttur, sem hefur verið endurútgefin, og sýnt var brot úr eldri Kiljuþætti þar sem Bragi Kristjónsson bóksali rifjar upp gamlar minningar um Ástu. Minn hlátur er sorg hefur rokið upp metsölulistana og saga Ástu er sýnd á fjölum Þjóðleikhússins fyrir fullu húsi.


Að loknu innslagi um Ástu ræddi Egill við Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur um bók hennar Bærinn brennur en þar varpar hún nýju ljósi á morðið á Natani Ketilssyni. Þá tók Egill Fríðu Ísberg tali um fyrstu skáldsögu hennar, Merkingu, en hér má lesa ritdóm Steinunnar Ingu Óttarsdóttur um söguna sem henni þykir býsna vel heppnuð. Loks spjallaði Egill við Brynju Hjálmsdóttur um ljóðabókina, Kona lítur við, sem er önnur bók hennar, feminísk og forvitnileg.Hér má horfa á Kiljuþáttinn