• Soffía Auður Birgisdóttir

Konur skrifa og skrifa...

Á nýliðnu ári komu hátt á annað hundrað bækur eftir íslenskar konur: skáldsögur, ljóð, fræðibækur, barnabækur, prjónabækur, matreiðslubækur, teiknimyndabækur... fjölbreytnin er allsráðandi.Skáld.is hefur gert sitt besta til að fjalla um bækur kvenna, skrifa fréttir af nýútkomnum bókum, skrifa ritdóma og taka viðtöl - en að sjálfsögðu liggur margt enn eftir sem verðskuldað hefði umfjöllun.

Á síðasta ári birtust ritdómar u.þ.b. 20 bækur eftir íslenskar konur á Skáld.is og við munum reyna eftir megni að birta fleiri dóma á næstu vikum. Það er mjög gleðilegt að sjá gróskuna í bókmenntum kvenna um þessar mundir, sérstaklega er gaman að sjá hversu margar ungar konur eru að stimpla sig inn á íslenskt bókmenntasvið.Skáld.is hvetur alla til að fylgjast með bókum íslenskra kvenna; lesa, lesa og lesa... Fátt er betra þegar myrkrið og stormar geisa utandyra.