• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Konfekt í kvöld


Í kvöld er boðið upp á Menningarkonfekt Reykjanesbæjar.


Auður Ava Jónsdóttir og Sólborg Guðbrandsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum, Auður Ava les úr Dýralífi og Sólborg úr Fávitum. Einnig les Jón Kalman Stefánsson úr bók sinni Fjarvera þín er myrkur.


Einnig verður boðið upp á tónlist en GÓSS flytur vel valin jólalög. Í hljómsveitinni eru Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson.


Dagskráin verður í beinu streymi frá Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Bókasafn Reykjanesbæjar stendur að viðburðinum ásamt Reykjanesbæ og er hluti dagskrárinnar styrktur af Uppbyggingasjóði Suðurnesja.


Menningarkonfektið hefst kl. 20 og stendur til 21:30. Nálgast má streymið á viðburðasíðunni á Facebook.