• Guðrún Steinþórsdóttir

Klór, klór

Í ys og þys hversdagsins er stundum gott að staldra við og hlusta á líkamann og jafnvel lesa eitt ljóð eða tvö. Ljóð vikunnar er að þessu sinni eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur og heitir „Líkami tekur til máls“. Ljóðið birtist í bókinni Loftnet klóra himin (klór klór) sem Þórunn sendi frá sér árið 2008. Sú bók er önnur ljóðabók skáldkonunnar en hana myndskreytti hún með stórglæsilegum teikningum, ein þeirra prýðir bókakápu verksins sem má sjá hér að neðan.Líkami tekur til máls


Hafði vit á því í morgun að fara ekki á fætur á undan vel-líðaninni.


Merki flóð og fjöru í líkama mínum. Pissa fossi á háflæði en varla neitt þegar tunglið togar laust í mig og hafið.


Sé þegar neglurnar á tánum eru orðnar langar að ég hef haft mikið að gera.