• gus2605

Katrín Júlíusdóttir bætist við skáldatalið


Í fyrra sýndi Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, á sér óvænta hlið þegar hún sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Sykur. Bókin er virkilega spennandi og velheppnuð glæpasaga en fyrir hana hlaut Katrín glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn.


Í kynningu bókarinnar segir:


Þegar virtur og dáður embættismaður finnst myrtur stendur lögreglan ráðþrota. Það er ekki fyrr en hin unga lögreglukona Sigurdís finnur falið öryggishólf í íbúð hans að vísbendingar hrannast upp. Rannsókn málsins tekur óvænta stefnu og samhliða því að vinna að lausn

morðgátunnar þarf Sigurdís að takast á við erfiðleika sem eiga sér rætur í brotinni æsku hennar.


Katrín hefur greint frá því að hana langi til að gera sögu Sigurdísar betri skil í annarri bók svo ekki er útilokað að hún haldi áfram á glæpabrautinni.


Við bjóðum Katrínu Júlíusdóttur velkomna í skáldatalið.