• Steinunn Inga Óttarsdóttir

„Kúpla sig út úr lífinu“


Halla Kjartansdóttir gaf sér tíma til að spjalla við blaðakonu skálds.is en hún er þýðandi heimsbókmennta, kennir íslensku og verkefnin streyma til hennar. Hún segir m.a. í viðtalinu um vinnubrögð sín sem þýðanda:


„Allir dagar eru vinnudagar hjá frílans þýðanda, helgar og kvöld ef því er að skipta, en það geta líka komið góðar pásur inn á milli.


Ef ég er komin í stuð með bók verð ég helst að þýða í löngum lotum, og best er að fara eitthvert í einangrun með tölvuna. Kúpla sig út úr lífinu. Þá gerast hlutirnir, en slíkur lúxus er ekki alltaf í boði. Venjulegur vinnudagur við þýðingar er að sitja við frá morgni til miðnættis ef ég fæ frið til þess.“


Halla er komin í skáldatalið og er fyrsti þýðandinn sem þar fær sess. Viðtalið má lesa hér.