• Helga Jónsdóttir

Kærasti nr. 4


Ljóð vikunnar er eftir Kristínu Eiríksdóttur og er að finna í ljóðabók hennar Kærastinn er rjóður frá árinu 2019. Ungur maður, rjóður í kinnum prýðir bókakápuna en Kristín hefur bent á tvíræðni titilsins því rjóður merkir auðvitað líka skjól. Lesandinn verður þó sjálfur að dæma um hvort eða hversu gott skjól kærastinn reynist. Í fyrsta ljóðabálki bókarinnar kynnumst við nokkrum útgáfum af honum, hér er fjórði kærastinn af sex:Kærasti nr. 4


Kærastinn kemur gangandi út úr skóginum

hendir sígarettustubbi í jörðina

trampar aðeins

sumarbústaður foreldra hans brennur

þau kenna útlendingum um

hann gefur mér rauðan kjól af fyrrverandi

og áframsendir á hana emailsamskipti okkar

við ákveðum að byrja að búa saman

ég segi honum frá manni sem hrinti mér niður tröppurnar á skemmtistað

hann segist líka þurfa að heyra hans hlið á málinu

við ákveðum að kaupa.