• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Jóna Valborg og 354 skáldkonur


Nú eru skáldkonur í Skáldatalinu okkar orðnar 355 talsins. Nýjasta viðbótin er Jóna Valborg Árnadóttir en hún hefur sent frá sér níu verk. Bækurnar vinnur hún með Elsu Nielsen, grafískum hönnuði og teiknara.


Fyrsta bók Jónu Valborgar, Brosbókin, kom út árið 2013 og hlaut hún Vorvindaviðurkenningu IBBY ásamt því að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.