SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 3. mars 2021

Hraðkvæðust kvenna á Íslandi?

 

Nýjasta viðbótin við skáldatalið er færsla um Guðnýju Árnadóttur (1813-1897) en kveðskapur hennar var fyrst gefinn út á bók á nýliðnu ári, 2020.

Guðný var á sinni tíð þekkt undir heitinu Skáld-Guðný, enda var hún sennilega "hraðkvæðust Íslendinga að Símoni [Dalaskáldi] undanskildum," skrifar Benedikt Gíslason.

Eftir Guðnýju liggur mikið af skáldskap þó ekki hafi hann ratað á bók fyrr en 123 árum eftir að Guðný dó. Meðal annars orti Guðný löng ævikvæði þar sem lesa má um kjör íslenskra kvenna á nítjándu öld.

Bókinni fylgir einnig ítarlegur og fróðlegur formáli eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing, og Rósu Þorsteinsdóttur, sérfræðing á Árnastofnun.