• Soffía Auður Birgisdóttir

Hraðkvæðust kvenna á Íslandi?

Nýjasta viðbótin við skáldatalið er færsla um Guðnýju Árnadóttur (1813-1897) en kveðskapur hennar var fyrst gefinn út á bók á nýliðnu ári, 2020.Guðný var á sinni tíð þekkt undir heitinu Skáld-Guðný, enda var hún sennilega "hraðkvæðust Íslendinga að Símoni [Dalaskáldi] undanskildum," skrifar Benedikt Gíslason.


Eftir Guðnýju liggur mikið af skáldskap þó ekki hafi hann ratað á bók fyrr en 123 árum eftir að Guðný dó. Meðal annars orti Guðný löng ævikvæði þar sem lesa má um kjör íslenskra kvenna á nítjándu öld.


Bókinni fylgir einnig ítarlegur og fróðlegur formáli eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing, og Rósu Þorsteinsdóttur, sérfræðing á Árnastofnun.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband