• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Hinsegin konur um hinsegin konurÍ gær komu út nóvellurnar Dagbókin eftir Önnu Stínu Gunnarsdóttur og Merki eftir Sólveigu Johnsen en báðar fjalla um hinsegin konur. Rætt var við höfundana í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem þær benda meðal annars á að ,,bókmenntir um hinsegin konur séu af skornum skammti og að það sæti tíðindum að nú komi út tvær bækur eftir hinsegin höfunda sem fjalla um hinsegin fólk."


Anna Stína og Sólveig eru báðar með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og eru sögurnar frumraun þeirra á ritvellinum. Blekfjelagið, félag framhaldsnema í ritlist, gefur bækurnar út.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband