• Helga Jónsdóttir

Helen Cova er komin í skáldatalið


Á síðasta ári sendi Helen Cova frá sér smásagnasafnið Sjálfsát – Að éta sjálfan sig sem var ferskur andblær inn í íslenska bókmenntaflóru. Sögurnar eru þrettán talsins og sennilega er það engin tilviljun því allar eru þær myrkar og óhugnanlegar. Töfraraunsæi og fantasían eru einkennandi fyrir sögurnar en einnig írónía og lúmskur húmor. Helen hefur jafnframt sent frá sér barnabókina Snúlla finnst gott að vera einn (2019) og birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og Ós journal.


Helen var fyrir stuttu í viðtali á Skáld.is. Þar ræddi hún meðal annars skáldskap sinn, stöðu höfunda með erlendan bakgrunn hér á landi og félagasamtökin og útgáfuna Ós pressan en hún er núverandi forseti Ós.


Skáld.is býður Helen hjartanlega velkomna í skáldatalið.