• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Heimsókn til Vigdísar


Um þessar mundir stendur yfir sýning í Borgarbókasafni Gerðubergi á söguheimi bókarinnar Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring.


Rán Flygenring er bæði mynd- og rithöfundur og hannaði hún sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Söguheimur bókarinnar lifnar þarna við og er upplifun fyrir alla aldurshópa.


Sýningin stendur til 21. febrúar 2021 og sjá má opnunartíma Gerðubergs hér.


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband