• Steinunn Inga Óttarsdóttir

„Hún tók því með jafnaðargeði“


María Skagan

Skáldkona dagsins er María Skagan. Hún var prestsdóttir sem bjó við harmkvæli og örkuml alla ævi en vann ötullega að uppbyggingu Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, með ritstörfum sínum.


María Skagan (1926-2004) orti m.a í síðustu ljóðabók sinni (2000):


Skyldi


Með brest í boga

reyni ég að leika

á brostinn streng

alla þá drauma

er ég átti mér

í æsku.


Skyldi nokkur

heyra hljóm

í því sargi?Hér má lesa viðtal við Maríu sem tekið er þegar hún er fertug og býr á elliheimili því á þeim tíma höfðu öryrkjar í engin hús að venda.


Um Maríu segir m.a. á skáld.is:


„Skáldskapurinn átti hug Maríu allan og lét hún ekki líkamlega vanheilsu koma í veg fyrir að hún sinnti honum. Hún stundaði þýðingar og skrifaði þætti í Sunnudagsblað Tímans þar sem hún starfaði sem blaðakona. María hafði sérstaklega gott vald á móðurmálinu og orti allt sitt líf. Hún skrifaði einnig smásögur og gaf út skáldsögu á höfundarferli sínum. Sögur hennar og ljóð voru lesin í útvarpi og nokkrir sönglagatextar eru til eftir hana. María var bundin við hækjur og að endingu við rúmið í tugi ára. Hún tók því með jafnaðargeði að sögn samferðamanna sinna enda hafði hún skáldskapinn sér til hugarhægðar.“

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband