• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Húmor getur gert ótrúlegustu hluti

Anna Kristine Magnúsdttir var kunn útvarpskona og ritaði nokkrar endurminningabækur sem nutu mikilla vinsælda. Hún segir í viðtali við DV 2009:„Það var úr vöndu að velja því mér finnst allir viðmælendur mínir jafnspennandi,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir fjölmiðlakona sem hefur sent frá sér bókina Milli mjalta og messu. Bókin er unnin upp úr samnefndum útvarpsþáttum en í bókina valdi Anna Kristine fimm ólíka viðmælendur til að bregða upp nærmyndum af og fyrir valinu urðu prestur í Reykjavík, strútabóndi í Suður-Afríku, miðill á Akureyri, kona sem missti fjölskylduna í snjóflóði fyrir sextíu árum og Ragnar Axelsson ljósmyndari.


Árið 2007 veiktist Anna Kristine svo hún varð að hætta að vinna. Eftir að hafa verið send lækna á milli í eitt og hálft ár var hún greind með Parkinsonsveiki. Hún segir í viðtalinu að þótt greiningin hafi verið mikið áfall hafi henni einnig fylgt léttir enda hafði hún upplifað vítiskvalir sem enginn læknir virtist geta útskýrt. Hún hafi brotnað niður en ákveðið, eftir nokkurra daga sorg, að berjast. „Mamma er mjög veik af Parkinson en ég trúði því aldrei að ég myndi fá þetta svona ung. Í nokkra daga grét ég látlaust og sá enga framtíð, en eftir þá útrás varð ég staðráðin í að láta ekki einhvern „Parkinson“ kýla úr mér vonina,“ segir hún og bætir við að húmor geti gert ótrúlegustu hluti fyrir mann þegar lífið virðist erfitt.“


Baráttukona dagsins er Anna Kristine, hún er komin í skáldatalið.