• Guðrún Steinþórsdóttir

Gunnlaðar saga


„Það er samdóma álit flestra sem um söguna hafa fjallað að hún er hátindur á glæstum ferli höfundar; skáldsaga sem vart eigi sinn líka í íslenskum nútímabókmenntum og þótt víðar væri leitað.“


Á þessa leið komst Soffía Auður Birgisdóttir að orði í ritdómi um skáldsöguna Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur. Bókin kom út árið 1987 og var tekið fagnandi af gagnrýnendum og lesendum. Árið 1988 birti Dagný Kristjánsdóttir afar fróðlega grein í Andvara þar sem hún beinir sjónum að ástinni, valdinu og hinu skapandi orði í sögunni.


Gein Dagnýjar nefnist „Stabat Mater dolorosa“ og má nú nálgast hér á Skáld.is.