• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Guðrún Hannesdóttir hlaut þýðingaverðlaunin


Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir bókina Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó. Forsetinn afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini í gær.


Bókin Dyrnar kom fyrst út árið 1987 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Sagan hefur hlotið mikið lof og var hún m.a. kjörin ein af tíu bestu bókum ársins 2015 af New York Times.


Í umsögn dómnefndar um þýðinguna segir m.a. að Guðrún hafi þýtt bókina á einstaklega blæbrigðaríkt og kjarnyrt mál svo að ætla mætti að sagan hafi verið skrifuð á íslensku.


Steinunn Ingadóttir tók viðtal við Guðrúnu síðastliðið haust þar sem hún fjallar m.a. um þýðingu sína á þessari merku bók. Lesa má þetta fróðlega viðtal hér á Skáld.is.


Tilnefndir þýðendur aðrir voru Sigrún Eldjárn fyrir þýðingu sína Öll með tölu eftir Kristin Roskifte, Þórdís Gísladóttir fyrir þýðingu sína Álabókin eftir Patrik Svensson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, fyrir þýðingu sína 43 smámunir eftir Katrin Ottarsdóttir, Heimir Pálsson, fyrir þýðingu sína Leiðin í Klukknaríki eftir Harry Martinson og Magnús Sigurðsson, fyrir þýðingu sína Berhöfða líf úrval ljóða eftir Emily Dickinson.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband