• Guðrún Steinþórsdóttir

Guðrún Eva og sköpunarkrafturinn


Bókasafnsdagurinn, 8. september, verður haldinn hátíðlegur á Bókasafni Kópavogs. Þann dag mætir Guðrún Eva Mínervudóttir á safnið og leiðir samtal með gestum um sköpunarkraftinn. Meðal annars verður rætt um hvernig megi virkja sköpunarkraftinn á sviði ritlistar, hvernig er hægt að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og hvernig eigi að snúa á nútímann ef fólk vill veita sér þann sálarvíkkandi munað að lesa og skrifa.


Guðrún Eva er margverðlaunaður rithöfundur en hún hefur sent frá sér fjölda skáldverka auk þess sem hún hefur kennt skapandi skrif og fengist við þýðingar. Af nýlegum sögum hennar má nefna Aðferðir til að lifa af (2019), Ástin, Texas (2018) og Skegg Raspútíns (2016).


Samræðan um sköpunarkraftinn hefst kl. 12:15 og eru allir velkomnir.