• Ritstjórn

Greinasafn um #MeToo

Ritröð Rannsóknarstofu í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands kallast Fléttur. Nýverið kom út fimmta bindi ritraðarinnar. Í Fléttum V eru greinar sem allar taka útgangspunkt í #MeToo-hreyfingunni.Ritstjórar Fléttna V eru Elín Björk Jóhannsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir.


Efnisyfirlit bókarinnar er eftirfarandi:Formáli ritstjóra.
Irma Erlingsdóttir: Inngangur. Uppgjör á umbyltingartímum.
Soffía Auður Birgisdóttir: Þessi tvífætta villibráð.
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir og Guðbjörg Lilja Hjartardóttir: Líkamsbyltingar og #MeToo.
Dalrún J. Eygerðardóttir: #MeToo mælt af munni fram. Kynbundið ofbeldi gegn ráðskonum í sveit á síðari hluta 20. aldar. 
Guðrún Steinþórsdóttir: Kona fer til læknis.
Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir: Þrálát þjáning og leiðin til bata í ljósi #MeToo. Afleiðingar kynferðisofbeldis fyrir konur og leitin að innri lækningu.
Lóa Guðrún Gísladóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen og Sóley S. Bender: „Stelpan er einhvern veginn hlutur, hún á að … gegna okkur“. Sýn ungra karlmanna á kynheilbrigði og #MeToo-byltinguna.
Freyja Haraldsdóttir: „Samfélagið segir manni bara að halda kjafti sem þæg fötluð kona“. Sálrænar afleiðingar af margþættri mismunun.
Nanna Hlín Halldórsdóttir: Breyttur mannskilningur á #MeToo-tímum. Berskjöldun sem svar við nýfrjálshyggju
Eyja Margrét Brynjarsdóttir: Bakslagsviðbrögð við #MeToo. Hannúð, gaslýsing og þekkingarlegt ranglæti.
Nichole Leigh Mosty: Mikilvægi samstöðunnar. #MeToo-byltingin og konur af erlendum uppruna.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband