SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir23. janúar 2021

Gleðin í því smáa

Á vef Borgarbókasafnsins má nú lesa þrettán splunkunýja texta; smásögur, örsögur og ljóð, eftir nýja höfunda. Textarnir eru afrakstur ritlistarnámskeiðsins Gleðin í því smáa, sem fram fór á ritsmíðaverkstæðinu Skrifstofunni á Borgarbókasafninu í Kringlunni á haustmánuðum 2020.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Sunna Dís Másdóttir, sem jafnframt ritstýrði útgáfunni. Borgarbókasafnið gefur út.

Textana, sem fjalla um allt frá gömlum fjölskylduharmleik til sárkunnuglegs sóttkvíarveruleika, má lesa á vef Borgarbókasafnsins.

Þar má jafnframt nálgast sögurnar á rafbókarformi, sem og í pdf-skjali til prentunar.

Þetta er í þriðja sinn sem Borgarbókasafnið gefur út sögur með þessum hætti, en áður hafa komið út heftin Smátextar: frá örsögu til útgáfu, með afrakstri ritlistarnámskeiðs um örsögur, og Margt smátt, með afrakstri ritlistarnámskeiðs um smásagnagerð.

Njótið vel!

Nánari upplýsingar um Skrifstofuna, námskeiðið og útgáfuna veitir:

Sunna Dís Másdóttir, s. 699 3936, sunnadis@gmail.com