• Guðrún Steinþórsdóttir og Helga Jónsdóttir

Gleðilega hátíð!


Skáld.is sendir hugheilar jólakveðjur og þakkar fyrir lesturinn á liðnu ári. Vonum að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og njótið þess að týnast í góðum bókum og gæða ykkur á konfekti.


Ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur sem kvaddi á árinu birtir okkur stemningsmynd í tilefni dagsins:Í koti


Ilmar á borði steikin

blessuð jólasteikin

stofan er þvegin og hlý


Við flöktandi ljós frá kertum

litlum jólakertum

er rifið utan af böggli


Allir í nýjum fötum

nýjum jólafötum

nema mamma og pabbi.