• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Gleðileg jól!

Ritstjórn Skáld.is óskar lesendum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og þakkar fyrir samfylgdina. Nú eru skáldkonur á vefnum okkar orðnar tæplega 350 og stefnt er á að ná upp í 500 á árinu 2021. Vefumsjón, miðlun og efnisöflun er mikið starf sem unnið er í sjálfboðavinnu á kvöldin og um helgar af hugsjón og eldmóði ritstjórnarkvenna. Bestu þakkir til allra sem hvetja okkur áfram og senda okkur ábendingar og efni um skáldkonur.


Á nýja árinu opnum við uppfærðan vef Skáld.is með nýju útliti sem smíðað er fyrir styrk sem ritstjórn sótti um og hlaut frá Menntamálaráðuneytinu 2020. Fyrir það þökkum við af öllu hjarta. Við þiggjum allar ábendingar um styrki sem eru í boði (skald@skald.is) og hlökkum til að halda áfram þeirri iðju að halda nafni íslenskra skáldkvenna á lofti um ókomin ár.
Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband