• Soffía Auður Birgisdóttir

Fyrsta bók Hjördísar Kvaran

Hjördís Kvaran Einarsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu ljóðabók, sem ber titilinn URÐ.


Hjördís hefur áður birt ljóð sín í litlum ljóðaheftum og á netinu og því eru það mikil tímamót að sjá ljóð sín á prenti á bók.


Ljóðin í URÐ eru samin á um það bil 30 ára tímabili, víðsvegar á Íslandi og erlendis.


Bókin er einnig prýdd skemmtilegum myndum eftir Pétur Baldvinsson, sem líka á heiðurinn af hönnun bókarinnar.


URÐ skiptist í þrjá hluta sem heita: ENGINN - RÆÐUR - FÖR sem kannski má segja að myndi saman nokkurs konar undirtitil bókarinnar.


Skáld.is óskar Hjördísi til hamingju með bókina og býður hana velkomna í skáldatalið.Titilljóð bókarinnar:URÐ

Það eru líkur á
að þú finnir mig
á meðal burt floginna blóma
sem döguðu uppi
að morgni tilveru sinnar.

Söm urðu örlög ástar minnar
þeirrar sem hreifst,
vegna tilurðar þinnar,
en dó sökum veruleikans
sem fól í sér uppgjör
tveggja ólíkra sálna.

Aðeins hún var til
á miðnætti lífsins
og beið dögunar.Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband