• Ritstjórn

Frumbirting ljóðsins VoðinJóna Guðbjörg Torfadóttir yrkir þessa dagana um ljósmyndir sem hún hefur tekið á göngu sinni um borg og bý. Eitt ljóðanna nefnist Voðin og er um myndina hér að ofan:Voðin


Dúnmjúk voðin

leggst

yfir gullhetturnar.


Senn fá þær

nýja kolla

úr bifandi skýjahárum.