SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 2. nóvember 2020

Frá glæpum yfir í minningar

 

Í dag kemur út ný bók eftir Sólveigu Pálsdóttur, Klettaborgin.

Sólveig er þekkt fyrir glæpa- og spennusögur sínar en sendir nú frá sér annars konar bók sem hefur að geyma minningarsögur. Það má kannski orða það þannig að Sólveig fari hér inn á nýjar slóðir á höfundarferlinum þótt sögurnar sæki hún á gamlar slóðir.

Í kynningu á bókinni segir:

Sólveig var ung send í sveit austur í Skaftafellsýslu. Klettaborgin byggir á minningum Sólveigar frá æsku og fram undir tvítugt og persónugalleríið er fjölbreytt. Hún skrifar um fólk og atburði, sem hafa haft áhrif á líf hennar, og lýsir horfnum heimi og annars konar lífsgildum en við þekkjum í dag. Klettaborgin geymir fallegar sögur og dýrmætar minningar um dýrmætar manneskjur.