SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir28. nóvember 2020

Fjöl-skylda; skylda að skoða það fjölbreytta

Sigurbjörg Þrastardóttir sendi nýlega frá sér spennandi safn örsagna. Steinunn Inga Óttarsdóttir náði tali af skáldkonunni. Í stuttu rabbi er farið um víðan völl, meðal annars var rætt um merglausar hefðir, fjarstýringar og flóknar manneskjur og dauðann í kvenkyni. Og um margt fleira.

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Sigurbjörg segir m.a. í viðtalinu „Það er svo margt sem mig langar að sýna og segja og finn ekki betri aðferð til þess en ljóð og þess lags skrif – svo margt sem varðar líðan manneskjunnar, aðstæður hennar, innra líf, sambúðina við skrokkinn, samkomulag við aðra, einsemd, ófarir og hvar á ég eiginlega að hætta hérna … Svo er talsvert af pólitík líka, en það er öðruvísi, ég er ekki aðdáandi bókmenntaverka sem boða rétttrúnað, það má hins vegar gera heilmikið með því að afhjúpa þversagnir eða benda á flækjur. Öðruvísi raddir. Mér finnst pólitík reyndar ómögulegt orð í samhengi við bókmenntir … hvað væri betra, sjónarhorn, sanngirni, samspil krafta, nei, ekki heldur … kannski bara fjöl-skylda, í merkingunni að það sé skylda manns að skoða hið fjölbreytta og fjölþætta.“